Sumarnámskeið sunddeildar Fjölnis 2020

Sunddeild Fjölnis býður í sumar upp á sundnámskeið í Grafarvogslaug. Kristinn Þórarinsson sundmaður úr Fjölni sér um kennsluna auk þess sem sundfólk verður aðstoðarfólk í lauginni. Aðstoðarfólkið tekur við börnunum í sturtunni og skilar þeim þangað inn að kennslu lokinni.

Eftirfarandi námskeið verða í boði í sumar:

  Tímabil Dagafjöldi Verð
Námskeið 1 8. júní – 19. júní 9 7.740 kr.
Námskeið 2 22. júní – 3. júlí 10 8.600 kr.
Námskeið 3 6. júlí – 17. júlí 10 8.600 kr.
Námskeið 4 27. júlí – 7. ágúst 9 7.740 kr.
Námskeið 5 10. ágúst – 21. ágúst 10 8.600 kr.

 

Tími:                    Hópur: 

 

8:15– 8:55                    Frístund**

9:00-9:40                    4-10 ára

9:45-10:25                   4-10 ára*

10:40-11:20                  4-10 ára

11:25-12:05                  7-10 ára

12:10-12:50                  4-10 ára

 

Vekjum athygli á að:

 

Tíminn 11:25-12:05 er ætlaður börnum á aldrinum 7-10 ára og er þá synt í útilaug ef nægur fjöldi næst. Hægt að taka tillit til athugasemda úr námsmati í skólasundi ef þess er óskað.

 

*Leiksskólinn Sunnufold mun vera með iðkendur í þessum tímum á fyrsta námskeiðinu
**Frístundarheimilin Tígrisbær og Kastali verða með iðkendur á fyrstu tveimur og síðasta námskeiðinu, sjá nánar á http://sumar.fristund.is

Skráningar er á heimasíðu Fjölnis www.fjolnir.is eða á skrifstofu Fjölnis í síma 578-2700

Deildin áskilur sér rétt til að fella niður/sameina tíma/námskeið ef ekki næst næg þátttaka.