Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fyrir 15-22 ára var haldið í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika helgina 25. og 26. janúar. Fjölnir átti 14 keppendur á mótinu. Samtals fengu þessi keppendur 6 gull, 3 silfur og 3 brons sem er frábær árangur hjá þessu unga og efnilega íþróttafólki. Þeir sem komust á verðlaunapall voru:

Bjarni Anton Theódórsson sigraði í 200 m hlaupi 20-22 ára pilta á tímanum 23,13 sek. Hann sigraði einnig í 400 m hlaupi á tímanum 51,03 sek.

Kjartan Óli Ágústsson sigraði í 800 m hlaupi 18-19 ára á tímanum 2:06,03. Einnig sigraði hann í 1500 m hlaupi á tímanum 4:36,77.

Sara Gunnlaugsdóttir sigraði í 800 m hlaupi 15 ára stúlkna á tímanum 2:41,74. Hún fékk svo silfur í 300 m hlaupi á tímanum 44,12 sek. Var hún að bæta sinn persónulega árangur í þeirri vegalengd. Hún bætti líka sinn persónulega árangur í 60 m hlaupi og kúluvarpi.

Helga Þóra Sigurjónsdóttir sigraði í hástökki 20-22 ára stúlkna með stökk yfir 1,65 m.

Katrín Tinna Pétursdóttir fékk silfur í langstökki 16-17 ára stúlkna með stökk upp á 4,98 m. Hún fékk brons í hástökki með stökk yfir 1,63 m.

Elísa Sverrisdóttir fékk silfur í 200 m hlaupi 18-19 ára stúlkna á tímanum 26,54 sek. Er það hennar besti árangur í vegalengdinni. Hún keppti einnig í 60 m hlaupi og bætti árangur sinn líka þar.

Guðný Lára Bjarnadóttir fékk brons í 400 m hlaupi 16-17 ára stúlkna á tímanum 64,85 sek. Hún keppti líka í 200 m hlaupi og bætti sinn persónulega árangur í þeirri vegalengd.

Kolfinna Ósk Haraldsdóttir fékk brons í langstökki 16-17 ára stúlkna með stökk upp á 4,77 m.

 

Öll úrslit mótsins eru hér.