FRÍ hefur birt nýjan úrvalshóp ungmenna og að þessu sinni eru þrír Fjölnisiðkendur í hópnum. FRÍ skilgreinir ákveðin lágmörk sem þarf að ná til að komast í hópinn. Þau sem eru í hópnum eru:

 

Kjartan Óli Ágústsson 18 ára fyrir góðan árangur í 800 m hlaupi.

Sara Gunnlaugsdóttir 15 ára fyrir góðan árangur í 400 m hlaupi.

Katrín Tinna Pétursdóttir 17 ára fyrir góðan árangur í hástökki og langstökki.

 

Greinilega efnilegt íþróttafólk þarna á ferðinni en fleiri hafa tækifæri fram á vorið til að ná lágmörkunum og komast inn í hópinn.

Listinn í heild sinni er hér.

Lágmörkin má finna hér.