Höfum opnað fyrir skráningar. https://fjolnir.felog.is/

Hvenær á ég að mæta á æfingu?

Tímasetning æfinga má finna á heimasíðu deildarinnar undir valmyndinni Hópar. En eru þær sömu og fyrir áramót.

  • Þeir sem byrjuðu iðkun haustið 2019 eða eru að byrja núna velja sér Byrjendahóp 5-8 ára, 9-16 ára eða 16+ ára.
  • Þeir sem hófu æfingar fyrir haustið 2019 velja sér sömuleiðis Framhaldshóp miðað við aldur.
  • Fjörkálfar sem fá strætófylgd frá frístundaheimili æfa samkvæmt áætlun og byrja 8. janúar.
Æfingaáætlun Karatedeildar vorið 2020

Fyrstu æfingar byrja 7. janúar og lýkur 28. maí.

Fullkomið tækifæri til að efla styrk, snerpu og sjálfstraust í góðum hópi.

Hvernig skrái ég mig?

Við skráum iðkendur í einn af þremur flokkum; Byrjendur, Framhald og Fjörkálfa.
  •  Byrjendur er einungis fyrir þá sem hófu iðkun haustið 2019 eða byrja nú eftir áramót.
  •  Framhald er fyrir þá sem hófu iðkun fyrir síðasta haust.
  • Fjörkálfar er fyrir 6-8 ára börn sem fá strætófylgd frá og til frístundaheimilis, hafa þarf samráð við frístundaheimili.

Muna að skrá frístundastyrk hjá þeim sem geta nýtt hann. https://fjolnir.felog.is/

Drífum skráninguna af núna!

Athugið, þar sem vorönnin er tvöfalt lengri en haustönnin eru gjöldin því sem nemur hærri á vorönn.

Eins og á síðustu önn bjóðum við upp á strætófylgd frá frístundaheimili fyrir 6 og 7 ára úr Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal á mánudögum og miðvikudögum. Frábært tækifæri fyrir byrjendur og framhaldsiðkendur að nýta eftirmiðdegið á mánudögum og miðvikudögum.